OPINN NÁMSEFNISAÐGANGUR

„Building Resilience For Brighter Futures“ (BUILD) er sex vikna námskeið fyrir ungmenni (13-16 ára) en mörg þeirra upplifa sjálfsvígshugsanir eða hugsanir sem snúa að sjálfskaða. BUILD er ætlað að veita þessum hópi fræðslu og verkfæri til að takast á við mismunandi lífsáskoranir, byggja upp þrautseigju og seiglu, sjálfstraust og tilfinningalega færni. BUILD námskeiðið er hannað með beinni þátttöku ungmenna, byggir á skilgreindum þörfum ungs fólks og setur rödd þess á oddinn í allri umræðu. BUILD samanstendur af 10 námsþáttum. Hver þáttur er sjálfstæður en hvatning til að leita sér hjálpar er sameiginlegur þráður á milli allra þáttanna.  Hægt er að kenna alla námsþætti eða velja úr þá sem henta. Allir nemendur fara í gegnum sömu kynninguna á BUILD í upphafi.  

GAGNVIRKT MYNDBAND

INNGANGUR AÐ BUILD

ÆFINGAR

NÁMSEFNI

MATSTÆKI

Icons created by Freepik – Flaticon